Stelpur í fótboltann
Nú er vetrarstarfið hjá yngri flokkunum í fótbolta hafið að nýju eftir stutt hlé. Æfingataflan er hér á síðunni. Við viljum sérstaklega vekja athygli á æfingum stúlkna í 6. flokki (Stúlkur fæddar 2000 - 2002). Æfingar hjá þeim eru á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 14:30 - 15:40. Þjálfari er Nína Ósk Kristinsdóttir. Æfingagjaldið er 1675 kr. á mánuði.
Foreldrar mætið í Reykjaneshöllina og leyfið stelpunum að prófa fótboltann, það er frítt fyrsta mánuðinn.
Unglingaráð.