Stelpurnar á toppnum!
Meistaraflokkur kvenna náði í kvöld efsta sætinu í sínum riðli í 1. deildinni með 1-0 sigri á liði HK/Víkings í hörkuleik á Keflavíkurvelli. Það var Ágústa Jóna Heiðdal sem skoraði eina mark leiksins á 64. mínútu með glæsilegu skoti eftir góða sókn. Okkar stelpur voru heldur sterkari í leiknum en náðu aðeins að skora þetta eina mark sem dugði til sigurs í þetta sinn. Þær Inga Lára Jónsdóttir og Björg Ásta Þórðardóttir léku báðar sinn fyrsta leik með Keflavík eftir að hafa skipt úr Breiðablik á dögunum.
Ágústa Jóna Heiðdal með boltann en hún
skoraði sigurmarkið og eina mark leiksins.
(Mynd: Hilmar Bragi / Víkurfréttir)