Stelpurnar áfram í bikarnum
Keflavík er komið í 16 liða úrslit Borgunarbikars kvenna eftir góðan sigur á Sindra á Höfn. Okkar stelpur byrjuðu leikinn mjög vel og Hulda Matthíasdóttir gerði fyrsta markið strax á 6. mínútu. Hornfirðingarnar voru ekki lengi að svara og María Selma Haseta jafnaði eftir um stundarfjórðungs leik. Dagmar Þráinsdóttir kom Keflavík aftur yfir um miðjan fyrri hálfleik og það var svo varamaðurinn Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir sem gulltryggði sigurinn með marki í blálokin.
Keflavík er þar með komið í 16 liða úrslit bikarkeppninnar en þau fara fram 29. júní. Næsti leikur er hins vegar útileikur gegn Álftanesi á Bessastaðavelli laugardaginn 9. júní kl. 14:00.
-
Þetta var fyrsti leikur Keflavíkur og Sindra í bikarkeppni kvenna.
-
Keflavík hefur fallið úr bikarkeppninni við fyrstu hindrun undanfarin fjögur ár. Þetta var fyrsti sigur liðsins í bikarkeppninni frá árinu 2007 en það ár komst liðið í úrslitaleikinn.
-
Markaskorarar Keflavíkur voru allir að skora sín fyrstu bikarmörk fyrir liðið. Hulda Matthíasdóttir skoraði sitt fyrsta mark fyrir meistaraflokk í sínum öðrum leik.
Borgunarbikar kvenna, Sindravellir, 5. júní 2012
Sindri 1 (María Selma Haseta 14.)
Keflavík 3 (Hulda Matthíasdóttir 6., Dagmar Þráinsdóttir 24., Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir 90.)
Keflavík: Anna Rún Jóhannsdóttir, Hulda Matthíasdóttir (Ólína Ýr Björnsdóttir 63.), Eydís Ösp Haraldsdóttir, Karitas Ingimarsdóttir fyrirliði, Heiðrún Sjöfn Þorsteinsdóttir, Andrea Ósk Frímannsdóttir, Fanney Þórunn Kristinsdóttir, Kristrún Ýr Hólm, Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir (Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir 68.), Sigurrós Eir Guðmundsdóttir, Dagmar Þráinsdóttir.
Gul spjöld: Andrea Ósk Frímannsdóttir (37.), Fanney Þórunn Kristinsdóttir (39.)
Dómari: Húnbogi Sólon Gunnþórsson.
Aðstoðardómarar: Þorvarður Sigurbjörnsson og Roy Steven Þorsteinn Hearn.