Stelpurnar fengu silfur í VISA-bikarnum
Stelpurnar okkar kepptu í úrslitum VISA-bikarsins á laugardaginn og áttu heiður skilinn fyrir baráttuna en þær börðust alveg til loka leiks. Guðný Petrína var í byrjunarliðinu en hún þurfti að fara af leikvelli á 24. mínútu. Jafnræði var fyrsta korterið en þá skoraði KR fyrsta markið og stuttu síðar eða á 20. mínútu bætti KR öðru marki við og þannig var staðan í hálfleik.
Í byrjun seinni hálfleiks skoraði KR þriðja markið og vildu margir meina að Hólmfríður leikmaður KR hafi verið rangstæð en hún gaf stoðsendinguna sem skorað var úr. Róðurinn var því orðinn frekar þungur fyrir Keflavíkurstelpur en þær gáfust ekki upp og í vel heppnaðri skyndisókn þeirra átti Una Harkin gott skot í stöng og var síðan ranglega dæmd rangstæð þegar hún slapp ein inn fyrir vörn KR.
Stuðningsmenn Keflavíkur stóðu sig með prýði og studdu liðið með frábærum stuðningi PUMA-sveitarinnar – þið eigið heiður skilinn!!
Keflavík 0 - KR 3
Lið Keflavíkur (4-5-1): Jelena Petrovic, Inga Lára Jónsdóttir, Lilja Íris Gunnarsdóttir, Beth A. Ragdale, Anna Rún Jóhannsdóttir (Elísabet Ester Sævarsdóttir 75.), Vesna Smiljkovic, Björg Ásta Þórðardóttir, Björg Magnea Ólafs, Danka Podovac, Guðný Petrína Þórðardóttir (Guðrún Ólöf Olsen 24.) Bryndís Bjarnadóttir 65.), Una M. Harkin.
Áhorfendur: 757
Myndir: Hans Guðmundsson / Víkurfréttir
Inga Lára, Jelena og Lilja fyrirliði höfðu í nógu að snúast.
Stuðningsmennirnir stóðu fyrir sínu.
Beint í Kringluna!