Stelpurnar gerðu jafntefli á Spáni
Eins og fram hefur komið hér á síðunni er meistaraflokkur karla nú í æfingaferð á Spáni. En stelpurnar okkar eru líka staddar þar ytra en liðið hélt ásamt þjálfara sínum Steinari Ingimundarsyni og fylgdarliði í æfingaferð til Canela á Spáni sl. mánudag. Æfingar hafa gengið vel mikil og góð stemmning er í liðinu.
Á fimmtudaginn spiluðu þær æfingaleik við Cajasol Sporting Universidad. Þar var um mikinn hörkuleik að ræða og gáfu okkar stelpur ekkert eftir. Um miðjan fyrri hálfleik náðu þær spænsku forustunni en okkar stelpur náðu að jafna um miðjan seinni hálfleik. Eftir hornspyrnu Írisar skallaði Rebekka í markið og þar við sat, úrslitin 1–1. Fínn leikur hjá okkar stelpum.
Von er á liðinu heim á mánudag og þá koma þær vonandi með ferðasöguna og myndir til að birta hér á síðunni.
Rebekka skoraði á Spáni en hér er hún að taka við verðlaunum sem leikmaður ársins í fyrra.