Stelpurnar í Portúgal
Meistaraflokkur kvenna er nú staddur í Algarve í Portúgal í æfingaferð. Þær héldu út s.l. laugardag og eru væntanlegar aftur heim á laugardaginn kemur. Stelpurnar hafa nýtt tímann vel og æft tvisvar á dag. Í morgun notuðu þær tækifærið og léku við lið ÍR sem einnig er að æfa í Algarve. Þess má geta að lokatölurnar í leiknum voru 6-0 fyrir okkar stelpur.
Meistaraflokkur karla fer í æfinga- og keppnisferð til Danmerkur þann 18. apríl. Hópurinn mun dvelja í Helsingör og þegar er búið að koma á tveimur leikjum, þ.á.m. við Brönshöj sem Guðmundur Steinarsson hefur leikið með í vetur.