Kvennaliðið leikur gegn Haukum á heimavelli í kvöld í 1. deildinni. Liðið hefur örugga forystu á toppi A-riðils og hefur unnið alla átta leiki sína til þessa með markatölunni 86-2. Haukar eru í 3. sæti riðilsins en lið HK/Víkings er eina liðið sem enn getur ógnað Keflavíkurliðinu á toppnum.