Stelpurnar úr leik
Kvennaliðið okkar er úr leik í úrslitakeppni 1. deildar eftir tvö töp gegn ÍBV. Liðin léku fyrri leik sinn á Sparisjóðsvellinum á laugardaginn og þar unnu Eyjastúlkur 4-0. Lerato Kgasago skoraði tvö mörk og þær Elísa Viðarsdóttir og Kristín Erna Sigurlásdóttir eitt hvor. Seinni leikur liðanna var svo í Eyjum í gær og lauk honum með 4-1 sigri heimastúlkna. Edda María Birgisdóttir gerði tvö mörk fyrir ÍBV og Kristín Erna Sigurlásdóttir og Lerato Kgasago eitt mark hvor. Nína Ósk Kristinsdóttir gerði mark Keflavíkur í leiknum en það var 27. mark hennar í 14 deildarleikjum í sumar. ÍBV vann því viðureignina samanlagt 8-1 og mætir Þrótti R. í úrslitaleik deildarinnar en bæði lið leika í efstu deild að ári.
Stúlkurnar okkar stóðu sig með prýði í sumar þó ekki tækist að ná lokamarkmiðinu. Hafa verður í huga að við teflum fram ungu liði og því er framtíðin björt og það kemur sumar eftir þetta sumar...
Úr leiknum í Eyjum. Fanney og Nína Ósk í baráttunni.
(Mynd: Sigfús Gunnar Guðmundsson / mbl.is)