Fréttir

Knattspyrna | 2. júní 2004

Stelpurnar úr leik í bikarnum

Meistarflokkur kvenna er fallinn úr bikarnum eftir tap gegn öflugu liði Skagastúlkna á Keflavíkurvelli í gærkvöldi.  Lokatölur leiksins urðu 1-4, ÍA í vil.

Stelpunar byrjuðu leikinn hörmulega og fengu á sig tvö klaufaleg mörk í upphafi hans.  Þær sóttu þó í sig veðrið og fengu nokkur góð færi þegar leið á fyrri hálfleikinn en tókst ekki að nýta þau.  Í upphafi seinni hálfleiks hélt Keflavíkurliðið áfram að sækja að marki gestanna og uppskar að lokum vítaspyrnu þegar brotið var á Ólöfu í teignum.  Guðný Þórðardóttir skoraði af öryggi út vítinu.  Eftir markið sóttu stelpurnar enn framar á völlinn til að reyna að jafna leikinn en Skagastelpurnar nýttu sér það vel og bættu við tveimur mörkum úr skyndisóknum.

Keflavíkurliðið er því fallið úr bikarkeppninni þetta árið en það þýðir ekki að dvelja við það því Íslandsmótið hefst á föstudaginn þegar Haukar koma í heimsókn.  Leikurinn verður á Keflavíkurvelli kl. 20:00.


Mynd: Þorgils Jónsson / Víkurfréttir