Fréttir

Knattspyrna | 14. apríl 2004

Stjörnuleikur í kvöld

Keflavík og Stjarnan leika í Deildarbikarnum í kvöld og hefst leikurinn kl. 18:45 í Reykjaneshöllinni.  Keflavíkurliðið er í öðru sæti riðilsins með 11 stig úr fimm leikjum en Stjarnan er í neðsta sætinu án stiga og hefur verið að tapa stórt í undanförnum leikjum.  Það tryggir þó ekki neitt frekar en áður en okkar menn þurfa sigur í leiknum til að tryggja sér sæti í 8 liða úrslitum keppninnar.

» Deildarbikarkeppni KSÍ - Efri deild karla B riðill