Stór sigur hjá 2. flokki
Keflavík tók á móti Haukum í 2. flokki karla í Reykjaneshöllinni föstudaginn 25. janúar.
Fyrri hálfleikur var mjög vel spilaður og fyrsta markið lét ekki á sér standa en það var Garðar Már Grétarsson sem skoraði það. Stuttu seinna skoraði Arnar Skúli Atlason seinna marki Keflavikur í fyrri hálfleiknum. Haukar náðu að skora eina mark sitt í leiknum á síðust mínútu fyrri hálfleiks.
Seinni hálfleikur var eign Keflavíkur frá byrjun til enda og með góðri baráttu og samstilltum leik náði liðið að skora fjögur mörk til viðbótar og hefðu mörkin hæglega getað orðið talsvert fleiri. Fannar Freyr Gíslason skoraði þrennu og varnarjaxlinn Óttar Steinn Magnússon eitt. Fábær sigur hjá liðinu sem fær mikið hrós fyrir þennan leik við Haukana.
Í samtali við þjálfarann Gísla Heiðarsson sagðist hann mjög ánægður með frammistöðu strákanna í fyrstu leikjunum. Hann segir þá æfa vel og er mjög ánægður með hópinn. Liðið eigi talsvert inni þar sem margir nýir leikmenn séu að æfa og liðið eigi eftir að slípast betur saman.
Mynd: Óttar Steinn skoraði gegn Haukum.