Fréttir

STÓR sigur hjá eldri flokki
Knattspyrna | 30. ágúst 2012

STÓR sigur hjá eldri flokki

Eldri flokkur Keflavíkur spilaði gegn Ægi í Reykjaneshöll á miðvikudaginn. Íslandsmótið hefur spilast þannig að hugsanlega ræður markatala úrslitum í mótinu. Keflvíkingar voru því með sóknarboltann í fyrirrúmi gegn piltunum frá Þorlákshöfn. Ægismenn byrjuðu leikinn betur og komust í 0-1 á 2 mínútu leiksins en eftir það var um algjöra einstefnu að ræða. Í hálfleik var staðan 10-1 fyrir Keflavík og þegar röggsamur dómari leiksins Sigurvin Hreinsson flautaði til leiksloka höfðu Keflvíkingar gert 16 mörk gegn 1 marki Ægismanna.

Markaskorarar Keflavíkur: Kristján Geirsson 6 mörk, Friðrik Bergmannsson 3 mörk, Margeir Vilhjálmsson 3 mörk, Gunnar Oddsson 2 mörk, Jóhann Magnússon 1 mark og Hjörtur Harðarson 1 mark.

Leikskýrsla á ksi.is
Staðan á Íslandsmótinu

Keflavík á eftir að spila 3 leiki á Íslandsmótinu. Næsti leikur er gegn Víking R. n.k. miðvikudag í Víkinni.


Lið Keflavíkur í leiknum gegn Ægi:
Efri röð frá vinstri: Guðni Hafsteinsson, Kristján Geirsson, Hjörtur Harðarson, Karl Finnbogason, Ragnar Steinarsson, Gunnar Oddsson
Neðri röð frá vinstri: Friðrik Bergmannsson, Margeir Vilhjálmsson, Jóhann B. Magnússon, Ólafur Þór Gylfason, Gunnar Magnús Jónsson. Á myndina vantar Rúnar Eyberg Árnason.

 


Lið Keflavíkur og Ægis ásamt Venna dómara að leik loknum.