Fréttir

Knattspyrna | 19. maí 2004

Stórleikur á fimmtudag

Á morgun fimmtudag verður fyrsti heimaleikur Keflavíkur í Landsbankadeildinni á móti Íslandsmeisturum KR.  Liðið fékk fljúgandi start með sigri á KA í fyrstu umferð sl. sunnudag.  Reyknesingar eru hvattir til að fjölmenna á völlinn og hvetja sína menn.

Fyrstu Íslandsmeistarar Keflavíkur verða heiðraðir í uppphafi leiks en á þessu ári eru liðin 40 ár frá því að þeir lönduðu fyrsta titlinum.  Börnum verður boðið upp á andlitsmálun í Sundlaugarkjallara frá kl. 17.30 og Keli Keflvíkingur mætir á völlinn og gefur öllum nammi. 

K-Klúbbsmeðlimir og stuðningsmenn liðsins ætla að mæta á Ránni í kvöld miðvikudag kl. 20.00 þar sem formaður knattspyrnudeildar, Rúnar Arnarson, og þjálfarinn Milan Stefán Jankovic gera grein fyrir undirbúningi liðsins og sumrinu framundan.  Þeir sem kjósa að gerast K-Klúbbsmeðlimir geta skráð sig í klúbbinn en því fylgir ýmis fríðindi, veitingar fyrir leiki og í hálfleik.