Stórleikur á laugardaginn - KR í heimsókn
Þá er komið að fyrsta heimaleiknum í Deildarbikarnum og þar er sannkallaður stórleikur á ferðinni. KR-ingar koma í heimsókn í Reykjaneshöllina og hefst leikur liðanna kl. 15:00 á laugardaginn. Okkar strákar hafa byrjað vel í keppninni í ár; unnið Val 1-0 og haft 4-2 sigur á KA. KR-ingar hafa aðeins lokið einum leik og töpuðu þá 3-4 fyrir Víkingum. Við hvetjum alla til að skella sér í Höllina á laugardaginn og sjá fyrsta stórleik ársins enda ljóst að boðið verður upp á spennu og skemmtun.
Myndirnar hér að neðan eru úr leik liðanna á KR-velli síðastliðið sumar. Vonandi fá okkar menn ástæðu til að fagna á laugardaginn.
Myndir: Eygló Eyjólfsdóttir