Stórleikur á sunnudag
Það verður stórleikur á Keflavíkurvelli á sunnudag þegar Keflavík og Njarðvík mætast kl. 20:00. Leikurinn er sögulegur að því leyti að þetta verður í fyrsta skipti sem liðin leika á Íslandsmóti en þessi félög hafa aldrei verið í sömu deild, svo einkennilega sem það hljómar. Það þarf eiginlega ekki að hvetja stuðningsmenn liðanna til að mæta á þennan leik; þeir sem verða yfirhöfuð í bænum mæta að sjálfsögðu á völlinn. Það verður að taka með í reikninginn að framundan er ein mesta ferðahelgi ársins með hátíðum og skemmtunum víða um land og því má reikna með að margir verði á faraldsfæti. Við vonum auðvitað að sem flestir þeirra verði þó komnir í bæinn á sunnudagskvöldið þannig að þeir komist á leikinn.Af Keflavíkurliðinu er það að frétta að menn eru tilbúnir í slaginn eftir hörkubikarleik í vikunni þar sem liðið bauð nauman ósigur á útivelli gegn úrvalsdeildarliði Skagamanna í leik þar sem sigurinn hefði einfaldlega getað lent hvorum megin sem var.
Adolf Sveinsson hefur tekið út tveggja leikja bann og er því gjaldgengur í hópinn. Guðjón Antoníusson hefur enn ekki jafnað sig fullkomlega á meiðslum sem hann varð fyrir í leiknum gegn Haukum á dögunum en Guðjón gat ekki tekið neinn þátt í bikarleiknum. Guðjón fékk síðan högg á hnéð og er enn ekki ljóst hvort hann verður tilbúinn í slaginn gegn Njarðvík. Það verður ákveðið eftir æfingu á laugardag.