Fréttir

Stórleikur framundan
Knattspyrna | 6. ágúst 2013

Stórleikur framundan

Það verður stórleikur á Nettó-vellinum á miðvikudaginn þégar Víkingar frá Ólafsvík heimsækja okkur í mikilvægum leik í Pepsi-deildinni.  Bæði lið berjast harðri baráttu á botni deildarinnar og þetta er því einn af þessum margfræðu sex stiga leikjum.  Okkar menn eru sem stendur á botni deildarinnar með stjö stig en hafa leikið einum leik færra en liðin fyrir ofan.  Víkingar eru með tíu stig eins og Fylkir en þar fyrir neðan er lið ÍA sem er með stjö stig eins og Keflavík.

Nokkrar breytingar hafa orðið á leikmannahópnum undanfarið en Magnús Þór Magnússon og Sigurbergur Elísson eru farnir til náms í Bandaríkjunum og leika ekki meira með Keflavík á þessu tímabili.  Við óskum þeim félögum góðs gengis vestan hafs.  Á móti kemur að Endre Ove Brenne er kominn til liðs við okkur en hann er 25 ára gamall varnarmaður sem lék sem Selfossi síðustu tvö ár.  Einnig eru leikmenn að snúa aftur eftir meiðsli en Ray Anthony Jónsson, Einar Orri Einarsson og Magnús Þorsteinsson tóku allir þátt í síðasta leik en þeir hafa lítið sem ekkert getað leikið í sumar vegna meiðsla.

Við hvetjum auðvitað alla stuðningsmenn Keflavíkur til að mæta á Nettó-völlinn og hvetja okkar menn í þessum mikilvæga leik.