Fréttir

Knattspyrna | 17. ágúst 2004

Stórleikur hjá 2. flokki í kvöld

Lið Keflavíkur/Njarðvíkur í 2. flokki karla tekur á móti Valsmönnum í dag í leik sem gæti ráðið úrslitum um lokastöðu í B-riðli 2.flokks.  Okkar strákar eru nú 2. sæti riðilsins með 21 stig en Þór og Valur koma þar á eftir með 19 stig.  Lið ÍR er efst með 24 stig en eftir leik dagsins hafa öll liðin leikið 11 leiki.  Baráttan um tvö efstu sætin og sæti í A-riðli að ári er því geysihörð en með sigri í dag gæti liðið komið sér í góða stöðu við toppinn fyrir lokabaráttuna.  Sjá má úrslit og stöðu á heimasíðu KSÍ.

Við bendum á að leikurinn í dag fer fram á aðalvellinum við Hringbraut og hefst kl. 18:00.  Við hvetjum fólk til að mæta á völlinn og styðja strákana okkar sem hafa verið að leika vel í sumar og þurfa á stuðningi að halda í þeirri hörðu baráttu sem framundan er.  Þess má geta að nær allir leikmenn liðsins í dag eru gjaldgengir með 2. flokknum á næsta ári og því til mikils að vinna fyrir þá að tryggja sér sæti í efstu deild að ári.