Fréttir

Knattspyrna | 23. ágúst 2004

Stórleikur hjá stelpunum á þriðjudag

Kvennalið Keflavíkur leikur seinni leik sinn í undanúrslitum 1. deildar á þriðjudag kl. 18:00.   Eftir 4-3 sigur í fyrri leiknum taka stelpurnar á móti Þrótti R. á aðalvellinum við Hringbraut.  Liðið á góða möguleika á að tryggja sér sæti í úrslitum deildarinnar.  Þess má geta að liðið sem sigrar í 1. deildinni leikur í úrvalsdeild kvenna að ári.  Liðið sem hafnar í 2. sæti leikur hins vegar tvo aukaleiki um sæti í efstu deild við liðið sem endar í 7. og næstneðsta sæti úrvalsdeildarinnar í sumar.

Við hvetjum alla Keflvíkinga til að mæta á völlinn og hvetja stelpurnar til dáða.  Þær hafa verið að leika vel í sumar og stefna ótrauðar að því að tryggja Keflavík sæti í efstu deild kvenna á ný eftir langt hlé.  Með góðum stuðningi áhorfenda er ljóst að þær eiga góða möguleika á að ná því markmiði.


Úr leik gegn HK/Víkingi fyrir skömmu.
(Mynd: Héðinn Eiríksson /
Víkurfréttir)