Stórleikur í dag hjá 3.flokki
Í dag, föstudaginn 14. maí, leika Keflavíkurpiltar síðasta leik sinn í riðlakeppni Faxaflóamótsins gegn HK. Leikurinn fer fram í Reykjaneshöll og hefst kl. 18:00. Staðan í riðlinum er gríðarlega jöfn en 2 efstu liðin fara í úrslit. Ef Keflavík sigrar í leiknum í dag er sigurinn í riðlinum okkar og við leikum gegn Reyni/Víði í undanúrslitum. Ef Keflavík gerir jafntefli eða tapar með einu marki endar liðið í 2. sæti og leikur þá gegn Aftureldingu í undanúrslitum, þá sigrar FH riðilinn. Ef Keflavík tekur aftur á móti upp á því að tapa með 2ja marka mun eða meira þá er hlutskiptið 3. sæti riðilsins og HK nær 2. sætinu. Það er því von á hörkuleik í dag en flestir leikja Keflavíkur í Faxaflóamótinu hafa verið stórskemmtilegir. Fólk er eindregið hvatt til þess að líta við í Reykjaneshöllinni í dag og sjá skemmtilegan leik.
6. flokkur karla leikur á laugardaginn í Faxaflóamótinu á Seltjarnarnesi. A- og B-liðin léku um s.l. helgi en þessa helgina leika C- og D-liðin.
Sjá leikjaniðurröðun C-liða á slóðinni: http://www.ksi.is/asp/listar/mot.asp?MotNumer=7446
Leikjaniðurröðun D-liða á slóðinni: http://www.ksi.is/asp/listar/mot.asp?MotNumer=7447
Sunnudaginn 16. maí leikur sameiginlegt lið Keflavíkur og Njarðvíkur í 5. flokki karla gegn Árbæjarliðinu Fylki. Leikirnir eru liðir i frístundahelgi Reykjanesbæjar og verður leikið frá kl. 11:00-13:40. Alls verða leiknir 7 leikir.