Knattspyrna | 19. júní 2003
Stórleikur í kvöld:
Í kvöld kl. 20 leika Keflvíkingar gegn HK í 3. flokki karla á Íslandsmótinu, leikurinn fer fram á Iðavöllum. Um sannkallaðan stórleik er að ræða, en bæði lið eru taplaus á Íslandsmótinu í ár. HK er án efa með eitt besta lið landsins í þessum aldursflokki og því verðugt verkefni fyrir Keflavíkurpilta í kvöld. HK varð m.a. Íslandsmeistari í 4. flokki fyrir 2 árum (sami aldur og skipar 3. flokk í ár). Fólk er hvatt til þess að fjölmenna á völlinn og hvetja Keflavíkurpilta til sigurs. ÁFRAM KEFLAVÍK !!