Stórleikur í kvöld í VISA-bikarnum
Keflavík mætir Fjölni í undanúrslitum VISA-bikarkeppni kvenna í köld á Keflavíkurvelli kl. 18:00.
Við hvetjum alla til að koma og styðja stelpurnar til sigurs. Sigur þýðir auðvitað bara eitt; að liðið er komið í úrslitaleik VISA-bikarsins sem háður verður á Laugardagsvelli 22. september n.k. Er mikið atriði að Keflvíkingar, og aðrir þeir sem hafa gaman af knattspyrnu, fjölmenni á leikinnn og tryggjum að Keflavík komist áfram.
Áfram Keflavík
ÞÞ