Stórmót Keflavíkur og Njarðvíkur í 5. flokki karla
Nettómótið, stórmót Keflavíkur og Njarðvíkur í 5. flokki karla, verður haldið í Reykjaneshöllinni 20.-21. nóvember. Njarðvíkingar hafa sett upp glæsilega heimasíðu fyrir mótið þar sem finna má handhægar upplýsingar fyrir þátttakendur og foreldra. Keppendur verða um 500 en mótið er nú haldið að nýju eftir nokkurra ára hlé.