Stórsigur hjá 3. flokki
3. flokkur kvenna tók á móti Þrótti R. í gærkvöldi og var leikið á aðalvellinum. Það var aldrei spurning hvoru meginn sigurinn lenti heldur hve mörg mörk okkar stelpur næðu að setja á gestina. Þau urðu tíu talsins og hefðu hæglega getað orðið fleiri en markvörður Þróttar var að verja mjög vel og eins small boltinn nokkrum sinnum í þverslána. Staðan í hálfleik var 4-0 og í þeim seinni bætttu stelpurnar við sex mörkum.
Hildur skoraði fyrsta markið eftir að hafa fengið boltann út í teig og setti knöttinn í vinstra hornið. Annað markið skoraði Eva með skoti af um tuttugu metra færi. Þriðja markið setti Hildur; Eva tók hornspyrnu, Andrea nikkaði boltanum til Hildar sem afgreiddi boltann viðstöðulaust í netið, glæsilegt mark. Fjórða og síðasta markið fyrir hlé setti Hildur og fullkomnaði þar með þrennu sína. Helena átti gott skot á markið sem markvörurinn varði en hélt ekki boltanum og Hildur fylgdi vel eftir og átti auðvelt með að stýra knettinum yfir marklínuna. Birna Marín gerði fimmta markið með góðu skoti fyrir utan teig. Enn og aftur var Hildur á ferðinni þegar hún skoraði sitt fjórða og sjötta mark Keflavíkur með góðu vinstrifótar skoti. Andrea gerði tvö næstu mörk með sinni baráttu í teignum. Þá var komið að Karen sem prjónaði sig í gegnum vörn Þróttar og læddi boltanum yfir línuna. Tíunda og síðasta markið skoraði Eva beint úr aukaspyrnu af um 25 metra færi, bylmingsskot hennar söng í netinu. Varnarmenn og markvörður Keflavíkur áttu mjög náðugan dag í dag eins og úrslit þessa leiks gefa til kynna.
3. flokkur kvenna:
Keflavík - Þróttur R. 2: 10-0 (Hildur Haraldsdóttir 4, Andrea Frímannsdóttir 2, Eva Kristinsdóttir 2, Karen Sævarsdóttir, Birna Marín Aðalsteinsdóttir)
Keflavík:
Zohara Kristín, Bergþóra S. Vigfúsdóttir, Justyna Wróblewska, Rebekka Gísladóttir (Guðmunda Gunnarsdóttir), Elísabet G. Björnsdóttir (Sara Guðjónsdóttir), Birna M. Aðalsteinsdóttir (Sigrún Guðmundsdóttir), Sonja Sverrisdóttir (Helga M. Hauksdóttir), Eva Kristinsdóttir, Helena Rós Þórólfsdóttir (Karen Sævarsdóttir), Andrea Frímannsdóttir, Hildur Haraldsdóttir.
Elís Kristjánsson. þjálfari