Fréttir

Knattspyrna | 8. júlí 2003

Stórsigur hjá 3. flokki kvenna

Í gærkvöldi heimsótti 3. flokkur kvenna Þrótt í Vogum, spilað var í 7 manna liðum í strekkingsvindi og úrhellisrigningu.  Heimastelpur náðu óvænt forystunni snemma leiks þegar þær léku undan vindinum.  En eftir það var aldrei spurning hvorum meginn sigurinn lenti heldur hversu stór hann yrði.  Keflavíkurstelpur réðu algjörlega gangi leiksinns og er blásið var til leiksloka höfðu þær sett tólf stykki gegn þremur Vogastúlkna.

3. flokkur kvenna, 7 manna lið:
Þróttur Vogum - Keflavík: 3 - 12 (Guðrún Gunnarsdóttir 4, Eva Kristinsdóttir 3, Hildur Haraldsdóttir 2, Sigrún Inga Ævarsdóttir 2, Karen Sævarsdóttir 1)

Stúlka leiksins: Guðrún Gunnarsdóttir.