Fréttir

Knattspyrna | 19. október 2003

Stórsigur hjá 3. flokki kvenna

Í gær lék 3. flokkur kvenna sinn fyrsta leik í Faxaflóamótinu er þær fengu Stjörnuna í heimsókn.  Spilað var í Reykjaneshöllinni.  Keflavík sigraði leikinn nokkuð örugglega 4-0.  Stelpurnar voru að sýna mjög góðan leik í dag en markvörður gestanna kom í veg fyrir að sigurinn yrði stærri.

3. flokkur kvenna:  
Keflavík - Stjarnan: 4-0 (Karen Sævarsdóttir 3, Heiða Guðnadóttir)