Stórsigur hjá 3. flokknum
3. flokkur kvenna lék sinn fyrsta leik í Faxaflóamótinu í Reykjaneshöllinni þegar þær fengu Stjörnuna í heimsókn s.l. laugardag.
Leikurinn bar þess merki að stelpurnar ætluðu virkilega að sýna hvað í þeim býr og það gerðu þær heldur betur. Það var virkilega gaman að sjá hvað þær voru að spila vel og láta leik sinn fljóta. Eftir hálftíma leik voru þær búnar að gera út um leikinn með fjórum mörkum. Strax á 1. mínútu fengu þær aukaspyrnu fyrir utan vítateigshornið hægra meginn og gerði Eva sér lítið fyrir og afgreiddi boltann beint í netið. Á 11. mínútu skoraði Birna Marín eftir hornspyrnu sem Eva tók. Næsta mark kom svo á 18. mínútu þegar Eva komst ein í gegn eftir að hafa leikið á tvo varnarmenn og renndi boltanum hægra megin við markmanninn, glæsilega gert. Á 23. mínútu skoraði Helena Rós með því að smella boltanum í stöng og inn eftir að hafa tekið vel á móti fyrirgjöf inn í teig. Staðan var því 4-0 í hálfleik.
Stelpurnar héldu sama dampi í seinni hálfleik og var bara spurning hvenær fimmta markið léti sjá sig. Það kom loks á 60. mínútu þegar Helena Rós átti hörkuskot í stöng, boltinn rann út fyrir teig þar sem Birna Marín tók á móti honum og afgreiddi beint í netið. Stjarnan náði að setja mark á 65. mínútu en okkar stelpur voru fljótar að svara fyrir sig. Það gerði Birna Marín eftir fyrirgjöf sem markvörðurinn virtist ætla að taka en Birna var bara á undan og læddi boltanum í netið, þrennan þar með komin hjá henni. Lokastaðan 6-1.
3. flokkur kvenna:
Keflavík - Stjarnan: 6-1 (Birna Marín Aðalsteinsdóttir 3, Eva Kristinsdóttir 2, Helena Rós Þórólfsdóttir)
Þær sem tóku þátt í leiknum voru.
Bergþóra Vigfúsdóttir, Birna Marín Aðalsteinsdóttir, Eva Kristinsdóttir (fyrirliði), Elísabet Björnsdóttir, Guðbjörg Guðjónsdóttir, Hildur Haraldsdóttir, Ingibjörg Björnsdóttir, Karen Sævarsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, Sonja Sverrisdóttir, Helga Hauksdóttir, Guðmunda Gunnarsdóttir, Anna Rún Jóhannsdóttir, Helena Rós Þórólfsdóttir, Rebekka Gísladóttir, Justyna Wróblewska, Andrea Frímannsdóttir, Sara Guðjónsdóttir, Kristín Sævarsdóttir.
Næsti leikur hjá stelpunum er gegn Reyni/Víði. Spilað verður út á Garðskaga n.k. föstudag kl.17:30.
Elís Kristjánsson, þjálfari