Stórsigur hjá 3. flokknum
Stúlkurnar í 3. flokki kvenna tóku á móti ÍBV í Reykjaneshöll snemma í morgun og var þetta fyrsti leikur þeirra í Faxaflóamótinu. Það tók stelpurnar smá tíma að átta sig á mótherjanum og um leið að ná upp sínu spili. Á 14. mínútu kom fyrsta mark leiksins þegar Andrea skoraði gott mark. Við þetta mark losnaði um ákveðna spennu sem hafði einkennt leik Keflavíkurliðsins og boltinn fór að rúlla betur á milli leikmanna. Áður en blásið var til leikhlés höfðu stelpurnar bætt við tveimur mörkum og staðan 3-0 Keflavík í vil. Það tók síðan smá tíma að átta sig á að búið var að flauta til leiks eftir hlé enda staðan góð. Eftir smá einbeitingarleysi fóru hlutirnir að gerast; gott spil með einni til tveimur snertingum og stungum á framherjana sem gengu vel að þessu sinni. Þó vorum við ekki að vinna marga bolta í loftinu á miðsvæðinu. Þegar blásið var til leiksloka höfðu stelpurnar bætt við fimm mörkum og gestirnir sett eitt á okkur. Lokatölur 8-1 Keflavík í hag. Stelpurnar áttu fínan leik í dag og voru allar að leggja sig fram í þessum leik. Sigurinn hefði getað orðið stærri en markvörður ÍBV átt þrælfínan leik þrátt fyrir að fá á sig þessi mörk
Mörk Keflavíkur: Andrea Frímannsdóttir 3, Karen Sævarsdóttir 2, Eva Kristinsdóttir, Helena Rós Þórólfsdóttir og Hildur Haraldsdóttir.
Liðið: Anna Rún, Ingibjörg, Justyna, Helga Maren, Rebekka, Helena Rós, Sonja, Eva, Birna Maren, Karen Sævars, Andrea, Hildur, Sigrún, Jóna, Kristín, Karen Herjólfs. Allar tóku þátt í leiknum.