Fréttir

Knattspyrna | 4. júlí 2008

Stórsigur hjá Eldri Flokki gegn Fylki

Eldri flokkur Keflavíkur lék gegn Fylki á gervigrasinu í Árbænum á þriðjudagskvöld.  Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn og hart tekist á en staðan í hálfleik var 5 - 3 fyrir Keflavík.  Í seinni hálfleik voru yfirburðirnir algjörir og mörkunum raðað inn í öllum regnbogans litum.  Lokatölur urðu 11 - 3 fyrir Keflavík og er óhætt að fyllyrða að Íslandsmeistararnir séu í miklum ham.  Mörk Keflavíkur skiptust nokkuð jafnt á milli leikmanna.  Sverrir Þór Sverrisson 2, Gunnar Magnús Jónsson 2, Jóhann Kristinn Steinarsson 2, Jakob Már Jónharðsson (spilaði aðeins í 9 mín. sökum meiðsla), Ívar Guðmundsson, Ingvar Georgsson, Haukur Benediktsson og Sveinn Ólafur Magnússon.  Allir leikmenn liðsins, utan markvarðarins Ólafs Péturssonar sem átti stórleik og Jóhanns B. Magnússonar sem átti 8 stoðsendingar og 2 "klobba" komust á markalistann.

Þetta var þriðji leikur Keflavíkur á Íslandsmótinu, áður hafði liðið unnið Val 6 -3 og Reyni Sandgerði 4 -2.
Næsti leikur Keflavíkur er gegn Breiðablik og fer leikurinn fram í Keflavík þriðjudaginn 12. ágúst (sumarfrí framundan).

Keflavík er í toppsætinu með fullt hús stiga og má sjá stöðuna hér.

Markahæstu leikmenn Íslandsmótsins.

 


Lið Keflavíkur gegn Fylki - 11 Mörk
Efri röð frá vinstri: Jóhann B. Magnússon, Sverrir Þór Sverrisson, Ingvar Georgsson, Ívar Guðmundsson og Jakob Már Jónharðsson. 
Neðri röð frá vinstri: Haukur Benediktsson, Jóhann Steinarsson, Ólafur Pétursson, Sveinn Ólafur Magnússon og Gunnar Magnús Jónsson

.
Sverrir Þór er kominn í Keflavíkurbúninginn á ný og skoraði 2 mörk gegn Fylki.
Þjarmar vel að markakóngi síðasta árs !

 


Óli P. er í hörkuformi og sýndi gamla og góða takta gegn Fylki.