Fréttir

Knattspyrna | 19. september 2007

Stórsigur hjá Keflavík Eldri

Eldri flokkur Keflavíkur hélt sigurgöngu sinni áfram í gær þegar liðið sigraði Þrótt Reykjavík í Reykjaneshöll mjög sannfærandi 9 - 1.  Aðeins tvö mörk voru skoruð í fyrri hálfleik og var Jakob Már á ferðinni í bæði skiptin.  Í seinni hálfleik opnuðust allar flóðgáttir og voru 8 mörk skoruð á 17 mín. kafla! Jakob Már bætti einu marki við og fullkomnaði þrennuna, auk þess átti stórsenterinn Jakob Már 4 stoðsendingar.  Sigmar Scheving náði einnig þrennunni, Gunnar Oddsson setti 2 mörk og Friðrik Bergmannsson eitt.  Þróttarar náðu að pota inn einu marki rétt fyrir leikslok.  Keflavík á einungis einn leik eftir í deidinni gegn ÍR, leikið verður á ÍR velli mánudaginn 24. september.  Með sigri í þeim leik tryggja Keflvíkingar sér Íslandsmeistaratitilinn.

Lið Keflavíkur:  Ívar Guðmundsson (m), Garðar Már Newman, Kristinn Guðbrandsson, Friðrik Bergmannsson, Haukur Benediktsson, Sigmar Scheving, Gunnar M. Jónsson, Jóhann B. Magnússon, Gunnar Oddsson, Ólafur Þór Gylfason, Jakob Már Jónharðsson og Júlíus Friðriksson.

Keflavík - Þróttur; Leikskýrsla

Staðan í deildinni.

Markahæstu leikmenn.


Sigmar Scheving átti stórleik í gær og setti 3 mörk hvert öðru glæsilegra.