Stórsigur í bikarnum
U23 ára liðið vann stórsigur á jafnöldrum sínum í Þrótti þegar liðin léku í VISA-bikarnum í vikunni. Lokatölurnar urðu 7-1 og gerði Þórarinn Kristjánsson sér lítið fyrir og setti 5 mörk. Helgi Þór Gunnarsson og Einar Ottó Antonsson skoruðu síðan eitt mark hver. Í næstu umferð leika strákarnir gegn Breiðablik og verður sá leikur mánudaginn 2. júní á Keflavíkurvelli. Meistaraflokkur kemur síðan inn í bikarkeppnina í 32-liða úrslitunum.