Knattspyrna | 18. mars 2003
Stórsigur í deildarbikarnum
Keflavík vann stóran sigur á liði Aftureldingar í deildarbikarnum í Reykjaneshöllinni í gærkvöldi. Lokatölurnar urðu 6-0 en sigurinn hefði getað orðið enn stærri en okkar menn nýttu ekki vítasspyrnu og fengu fjölda dauðafæra sem nýttust ekki. Magnús Þorsteinsson skoraði þrennu í leiknum, Þórarinn Kristjánsson skoraði tvö og Hafsteinn Rúnarsson eitt mark. Stefán Gíslason gat ekki leikið með eins og vonast hafði verið eftir en hann hefur ekki fengið leikheimild með Keflavík. Næsti leikur í deildarbikarnum er sunnudaginn 30. mars en þá verður leikið gegn KA í Reykjaneshöllinni.