Stórsigur í Helsingör
Keflavíkurliðið lék í dag sinn síðasta leik í æfingarferð liðsins í Danmörku. Liðið dvelur í Helsingör og notaði tækifærið og lék við lið heimamanna sem leika í 3. deild. Eftir að staðan í hálfleik var 1-1 lauk leiknum með öruggum sigri okkar manna, 5-1. Hörður Sveinsson skoraði tvö mörk í leiknum, Zoran Ljubicic eitt úr víti, Haraldur Guðmundsson skoraði með þrumuskoti af 25 metra færi og Magnús Þorsteinsson setti eitt stykki. Eins og áður sagði var þetta þriðji og síðasti leikurinn í ferðinni en strákarnir koma heim á laugardagskvöld.