Stórsigur Keflavíkur á Fylki
Keflavíkurstúlkur tóku á móti Fylkisstúlkum í Landsbankadeild kvenna 4. júlí s.l. Keflavíkurliðið var í 5. sæti en Fylkir í því 6. Fyrir fram hefði mátt ætla að leikur liðanna gæti orðið jafn og skemmtilegur þar sem fyrri leikur liðanna sem fram fór á Fylkisvelli endaði með 0-2 sigri Keflavíkur. Raunin varð þó önnur og áttu Fylkisstúlkur aldrei möguleika á móti velspilandi og fínu liði Keflavíkur sem sigraði 10-0.
Fyrri hálfleikur sem og sá seinni voru eign Keflavíkurliðsins sem skoraði fimm mörk í hvorum hálfleik. Í fyrri hálfleik skoraði Nína Ósk Kristinsdóttir tvö fyrstu mörk liðsins á 4. og 13. mínútu. Vesna Smiljkovic kom með eitt á 21. mínútu og Nína Ósk kom svo með mörk á 27. og 45. mínútu. Miklir yfirburðir hjá Keflavíkurliðinu.
Mynd: Vesna Smiljkovic hefur spilað vel með Keflavík.
Seinni hálfleikur hófst með því að Karen Penglase skoraði á 59. og aftur á 76. mínútu. Nína Ósk setti sitt fimmta á 79. mínútu og Danka Podavac kom með eitt á 88. mínútu. Nína Ósk kórónaði svo góðan leik sinn með því að skora 10. og síðasta mark liðsins á 90. mínútu.
Já. 10-0 sigur hjá Keflavíkurstúlkum gegn Fylki var staðreynd. Er það greinilegt að Keflavíkurliðið er búið að stimpla sig inn í Landsbankadeildinni. Keflavík er að kljást við Stjörnuna um 4. sæti deildarinnar.
Keflavík: Þóra Reyn - Inga Lára, Linda, Björg Ásta (Ólöf Helga 33.), Elísabet Ester (Donna 68.) - Guðný Petrína, Lilja Íris, Karen Penglase (Birna Marín 79.), Danka - Nína Ósk, Vesna
Varamenn: Anna Rún, Karen Sævars, Eva, Thelma Dögg
ÞÞ