Fréttir

Knattspyrna | 28. janúar 2008

Stórt tap gegn FH

Keflavík lék æfingaleik gegn FH í knatthúsinu Kórnum í Kópavogi sunnudaginn 27. janúar. 

Eftir jafnan fyrri hálfleik þar sem liðin skiptust á um að sækja varð niðurstaðan markalaus.  FH-ingum tókst síðan að læða inn fimm mörkum í seinni hálfleik gegn engu marki Keflavíkur.  Helstu reynsluboltar okkar voru þá flestir komnir af velli.  Leikurinn var fyrsti leikur Ivica Skiljo fyrir Keflavík en hann lék fyrri hálfleikinn í miðverðinum ásamt Kenneth.

Byrjunarlið Keflavíkur: Ómar, Guðjón, Kenneth, Ivica, Hafsteinn, Einar, Sigurbjörn, Guðmundur, Magnús, Redo, Högni.  Þeir sem komu síðan inn á í seinni hálfleik voru Ólafur Jón, Garðar, Arnar Skúli, Fannar, Eiríkur.

Næsti leikur liðsins er gegn Grindavík mánudaginn 4. febrúar í Reykjaneshöll.

Mynd: Ivica lék sinn fyrsta leik.