Stórt tap gegn Valsstelpum
Keflavíkurstúlkur spiluðu við Íslandsmeistara Vals 31. maí s.l. á Keflavíkurvelli. Eftir ágæta byrjun, sigur á FH og naumt tap fyrir Breiðablik, kom Keflavíkurliðið fullt eftirvæntingar til leiks við hið geysisterka lið Vals. Keflavík hafði þó lent í því að missa Ólöfu Pálsdóttur, Ágústu Heiðdal og Björg Þórðardóttur í meiðsl. Leikurinn hófst með því að Valur setti mikla pressu á Keflavíkurstúlkur og strax á 4. mínútu skoraði Valur sitt fyrsta mark. Á 10. mínútu varð Keflavík fyrir enn einu áfallinu þegar Guðný Þórðardóttir handarbrotnaði en Guðný hafði verið einn besti leikmaður Keflavíkur í fyrstu tveimur leikjunum. Þetta fór greinilega ekki mjög vel í Keflavíkurliðið og þegar dómari leiksins flautaði til leikhlés höfðu Valsstelpur skorað 6 mörk gegn engu. Seinni hálfleikur var þó öllu betri og fór Keflavíkurliðið að mæta liði Vals framar á vellinum og bæta við baráttuna þannig að þegar uppi stóð hafði Valur skorð 9 mörk. Þessi leikur sínir að ekkert er gefið í efstu deild kvenna og liðið verður að hafa trú á verkefninu sem farið er í hverju sinni. En ekki þýðir að hengja haus heldur halda áfram og gera betur í næsta verkefni.
Lið Keflavíkur: Mist, Donna, Elísabet Ester, Claire (Karen), Sunna, Guðný (Hjördís), Lilja, Hrefna (Birna), Jessica, Ásdís, Hansína.
Varamenn: Þóra, Helena, Karen, Hjördís, Birna.
Guðný Þórðar handarbrotnaði í leiknum við Val.