Fréttir

Knattspyrna | 16. ágúst 2010

Stórt tap í öðrum FUTSAL-leiknum

Keflvíkingar töpuðu stórt í öðrum leik sínum í Evrópukeppninni í FUTSAL í gær.  Lokatölur urðu 5-17 fyrir KBU France sem er með alveg hreint klassalið í þessum innanhússbolta.  Keflavík komst þó í 2-0 með mörkum frá Magnúsi Sverri og Haraldi Frey.  En þá tóku Frakkarnir öll völd á leiknum og röðuðu inn mörkum.  Staðan var 2-10 í hálfleik og útlitið ekki gott hjá okkar mönnum.

Seinni hálfleikur var betri hjá Keflavík en Frakkarnir léku mjög vel enda atvinnumenn í þessari grein og spila grimmt allt árið um kring.  Keflavík skoraði þrjú mörk í seinni hálfleiknum og þau gerðu þeir Arnór Ingvi, Viktor Smári og Gummi Steinars.  Lokatölur urðu 5-17.

Í hinum leiknum sigraði Eindhoven lið Vimmerby IF 12-1.

Lokaleikirnir fara fram á þriðjudag og þá mætast KBU France og Vimmerby IF kl. 15:00 og í seinni leiknum leika Eindhoven og Keflavík kl. 17:30.

Mörk Keflavíkur: Magnús Sverrir Þorsteinsson, Haraldur Freyr Guðmundsson, Arnór Ingvi Traustason, Viktor Smári Hafsteinsson og Guðmundur Steinarsson.

Byrjunarlið Keflavíkur: Eyþór Ingi Júlíusson, Haraldur Guðmundsson, Guðmundur Steinarsson, Bojan Stefán Ljubicic og Magnús Sverrir Þorsteinsson fyrirliði.
Aðrir leikmenn: Árni Freyr Ásgeirsson, Magnús Þór Magnússon, Viktor Smári Hafsteinsson, Arnór Ingvi Traustason, Theodór Halldórsson, Zoran Daníel Ljubicic og Lúkas Malesa.

Liðsstjórn: Willum Þór Þórsson, Þór Hinriksson, Jón Örvar Arason, Falur Helgi Daðason, Þórólfur Þorsteinsson og Björgvin Björgvinsson.

Fyrsti dómari: Kamil Cetin frá Tyrklandi.
Annar dómari: Gregor Kovacic frá Slóveníu.
Þriðji dómari: Marc Birkett frá Englandi.
Tíma dómari: Andri Vigfússon frá Íslandi.


Myndir: Jón Örvar