Fréttir

Knattspyrna | 13. október 2004

Strákarnir stóðu sig vel

Í gær vann íslenska U-21 árs landsliðið góðan sigur á því sænska í undankeppni Evrópumótsins.  Leikurinn fór fram í Grindavík og urðu lokatölur 3-1 fyrir Ísland.  Keflavík átti þrjá fulltrúa í liðinu, þá Hörð Sveinsson, Jónas Guðna Sævarsson og Ingva Rafn Guðmundsson.  Þeir áttu allir feiknagóðan leik og getum við Keflvíkingar verið virkilega stoltir af okkar mönnum.  Hér koma nokkrar myndir sem Jón Örvar Arason tók á leiknum í Grindavík.


Flottir saman.


Íslenska liðið.


Hörður í góðu færi...


...og setur hann framhjá.  Óheppinn.


Jónas var traustur.


Ingvi átti mjög góðan leik.