Stuðlabergs-mót á laugardag
Stuðlabergs-mót 3. flokks kvenna mun fara fram í Reykjaneshöll laugardaginn 12. nóvember. Leikið er í 11 manna liðum og er leiktíminn 1x27 mínútur. Þátttökulið auk Keflavíkur eru Fjölnir og Afturelding en Keflavík og Fjölnir verða með tvö lið. Fasteignasalan Stuðlaberg er styrktaraðili þessa móts.