Fréttir

Knattspyrna | 14. maí 2005

Stuðningsmannakeppni í sumar

Í sumar mun Landsbankinn veita viðurkenningar til bestu stuðningsmannanna í Landsbankadeildinni eins og kemur fram í eftirfarandi frétt frá KSÍ:  „Hvaða lið í Landsbankadeild karla á bestu stuðningsmennina?  Í sumar mun Landsbankinn veita viðurkenningar til besta stuðningsmannahópsins fyrir umferðir 1-6, umferðir 7-12, umferðir 13-18 og loks fyrir mótið í heild.  Í valinu verður m.a. horft til prúðmannlegrar og jákvæðrar framkomu, að stuðningsmenn séu í litum félags, hvatningarhróp og söngvar, o.fl.  Landsbankinn mun veita peningaverðlaun til sigurvegaranna, sem renna til yngriflokkastarfs félaganna.“


Stuðningsmenn Keflavíkur fagna bikarmeistaratitlinum.