Fréttir

Knattspyrna | 18. júní 2007

Stuðningsmenn, Baldur og Símun!

Í dag voru veittar viðurkenningar fyrir 1.-6. umferðir Landsbankadeildar karla en það eru KSÍ, Landsbankinn og fulltrúar fjölmiðla sem standa að valinu.  Keflvíkingar eiga þrjá fulltrúa að þessu sinni, þeir Baldur Sigurðsson og Símun Samuelsen voru valdir í lið umferðanna og hinir frábæru stuðningsmenn okkar fengu einnig viðurkenningu.  Í umsögn dómnefndar segir: „Stuðningsmenn Keflvíkinga, Puma-sveitin, haf staðið þétt við bakið á sínu liði í fyrstu umferðunum og eru vel að stuðningsmannaverðlaununum komnir.  Keflvíkingar hafa sýnt stuðning sinn í verki, komið prúðmannlega og drengilega fram og verið félagi sínu til mikils sóma.“

Það var Helgi Sigurðsson úr Val sem sem var valinn besti leikmaðurinn, Ólafur Jóhannesson FH besti þjálfarinn og Garðar Örn Hinriksson besti dómarinn.  Meira er hægt að sjá um viðurkenningarnar á vef KSÍ


Símun á ferðinni (og stuðningsmenn fyrir aftan!).
(Mynd: Hilmar Bragi Bárðarson /
Víkurfréttir)