Knattspyrna | 3. apríl 2005
Stúlkurnar gerðu jafntefli við ÍA
Keflavík og ÍA gerðu 1-1 jafntefli í Faxaflóamóti kvennaliða í Reykjaneshöll á sunnudaginn. Þrátt fyrir stöðuga sókn Keflavíkurstúlkna tókst þeim aðeins að skora eitt mark. Þar var Hansína þar að verki en ÍA-stúlkur náðu að jafna í lokinn. Keflavíkurstúlkur sóttu mun meira í leiknum og er bjartsýni með liðið fyrir sumarið en þó nokkur liðstyrkur er á leiðinni. Tvær skoskar, ein amerísk stúlka og tvær frá Júgóslavíu eru væntanlegar áður en deildin hefst.