Knattspyrna | 8. júlí 2004
Stúlkurnar gjörsigruðu UMF Bessastaði
Í gærkvöldi léku á aðalleikvangi Keflavíkur, Keflavík og UMF Bessastaðir í 1. deild kvenna. Það er skemmst frá því að segja að Keflavíkurstúlkur gjörsigruðu með 19 mörkum gegn engu. Tölurnar segja allt um yfirburði Kefavíkur í leiknum. Flest mörk Keflvíkinga gerðu Bergey Erna Sigurðardóttir 4, Ólöf Helga Pálsdóttir 3 og þjálfarinn Ásdís Þorgilsdóttir 3 mörk. Keflvíkingar eru langefstar í sínum riðli 1. deildar.