Knattspyrna | 5. mars 2005
Stúlkurnar tapa fyrir Breiðablik
Meistaraflokkur kvenna tapaði illa fyrir Breiðablik í Faxaflóamótinu 0-8 í Reykjaneshöll í dag, laugardag. Tveir skoskir leikmenn þær Donna Cheyne og Claire McCombe komu inn á og léku með Keflavíkurstúlkum. Að sögn Reynis Ragnarssonar formanns kvennaráðs líst þeim vel á skosku leikmennina. ási