Stúlkurnar tapa fyrir ÍBV
Keflavík tapaði í Landsbankadeild kvenna fyrir ÍBV á heimavelli sl. laugardag 1-5. Keflavík er komið með 3 stig í deildinni þrátt fyrir góða frammistöðu, en þær töpuðu t.d. mjög ósanngjart fyrir Breiðabliki á útivelli 3-2. Eins var á móti ÍBV, okkar stúlkur kláruðu ekki færin en Eyjastúlkur nýttu sín færi.
Myndir: Jón Örvar Arason

Katarina í sínum fyrsta leik á heimavelli.

Guðný Þórðar í strangri gæslu.

Ásdís þjálfari einbeitt á svip.

Barist um boltann í loftinu.

Það var tekist á.

Ásdís að setjann..., glæsilegt mark.

Og markinu fagnað.
