Fréttir

Knattspyrna | 29. desember 2007

Styðjum okkar fólk; kaupum flugeldana hjá fótboltanum

Eins og undanfarin ár stendur Knattspyrnudeild Keflavíkur fyrir flugeldasölu á Iðavöllum 7.  Flugeldasalan er einn af stóru tekjupóstum deildarinnar og stendur straum af rekstri deildarinnar að hluta.  Tekjur flugeldasölunnar nýtast til allra starfa deildarinnar og er það von okkar að aðrar deildir Keflavíkur styðji við bakið á sínu fólki og kaupi flugelda hjá sínum mönnum.  Nú eins og áður standa einstaklingar fyrir flugeldasölu í bænum í hagnaðarskyni og hvetjum við bæjarbúa að versla við okkur eða þá aðila sem standa vörð um uppbyggingu jákvæðra gilda í bæjarfélaginu og varða almannahagsmuni.  Stöndum vörð um uppbyggingu æskunnar og verslum við OKKAR MENN.  Áfram Keflavík.

Ásmundur Friðriksson


Óli Bjarna sýnir úrvalið.