Fréttir

Knattspyrna | 11. mars 2011

Styrktarleikur - Fótboltinn-Karfan í kvöld kl. 19:30

Meistaraflokkar karla í körfubolta og fótbolta hafa ákveðið að sameina krafta sína og efna til styrktarleiks fyrir Birki Alfons Rúnarsson föstudaginn 11. mars nk. í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík. Leikurinn hefst kl. 19:30.

Birkir Alfons er 15 ára gamall Keflvíkingur sem greindist nýverið með bráðahvítblæði. Birkir Alfons hefur sjálfur æft körfubolta og fótbolta auk þess að vera harður stuðningsmaður Keflavíkur í báðum greinum. Vilja liðin sýna Birki Alfons stuðning í verki og láta gott af sér leiða með þessum leik.

Verð á leikinn er 1000 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir börn yngri en 16 ára. Þeir sem vilja styrkja Birki Alfons og fjölskyldu hans enn frekar geta einnig lagt inn á reikning nr. 537-26-270396 kt. 270396-3139.

Hægt er að kaupa eitt sæti í hvoru liði og hlýtur sá sem hæst býður það sæti! Þeir sem hafa áhuga á slíku geta haft samband við Harald Frey Guðmundsson í síma 661-9391 eða Sævar Sævarsson í síma 869-1926.

Leikurinn fer þannig fram að í fyrri hálfleik verður leikinn fótbolti milli mfl. körfunnar og mfl. fótboltans og í síðari hálfleik verður leikinn körfubolti.

Leikreglur:
1x15 mínútur í fótbolta - Hvert lið hefur 6 leikmenn inn á í einu. Eitt mark jafngildir 5 stigum inn í seinni hálfleik, þar sem leikinn verður körfubolti.
2x10 mínútur í körfubolta - Hvert lið hefur 5 leikmenn inn á í einu. Stigin telja líkt og í venjulegum körfuboltaleik.

Hvort er fótboltinn betri í körfubolta eða körfuboltinn í fótbolta? Er Guðmundur Steinarsson jafn skotviss í körfunni líkt og í fótboltanum? Getur Jón Norðdal Hafsteinsson yfir höfuð sparkað í fótbolta? Svarið við þessum spurningum fæst í þessum leik...

Hinn síkáti Valtýr Björn Valtýrsson mun lýsa leiknum.
Sýnum stuðning og mætum á leikinn!


Birkir með einhverjum körfuboltamönnum.
(Mynd frá
Víkurfréttum)