Fréttir

Knattspyrna | 26. september 2006

Styrkur til Hugins Heiðars

Fyrir nokkru stóð Knattspyrnudeild Keflavíkur fyrir söfnun fyrir Huginn Heiðar Guðmundsson sem hefur barist við erfið veikindi frá fæðingu og m.a. þurft að sækja læknismeðferð til Bandaríkjanna.  Foreldrar Hugins, þau Guðmundur og Fjóla, hafa starfað mikið fyrir knattspyrnuna í Keflavík og því þótti Knattspyrnudeild vel við hæfi að safna fyrir fjölskylduna enda ljóst að auk álags hafa svo erfið veikindi áhrif á fjárhag fólks.  Nú var komið að því að afhenda það sem hafði bæst inn á söfnunarreikninginn og fékk fjölskyldan 100.000 kr. sem koma sér vonandi vel.  Við óskum fjölskyldunni góðs gengis í framtíðinni.


Rúnar formaður afhendir þeim Guðmundi og Fjólu söfnunarféð.
(Mynd: (Mynd: Jón Björn Ólafsson / 
Víkurfréttir)