Fréttir

Knattspyrna | 28. apríl 2010

Styttist í Pepsi-deildina

Nú fer fjörið að byrja hjá okkur öllum.  Leikmenn, liðsstjórn, stjórnarfólk og stuðningsmenn Keflavíkur geta vart beðið eftir þriðjudagskvöldinu 11. maí kl. 19:15.  Þá fáum við Breiðablik í heimsókn í fyrsta leik okkar í Pepsí-deildinni 2010.  Liðið er búið að æfa vel undir styrkri stjórn þeirra Willums, Þórs og Rajko og ætti að koma sterkt til leiks.  Njarðvíkurvöllur verður okkar heimavöllur fyrst um sinn og ekkert til fyrirstöðu að gera hann að gryfjunni okkar í fyrstu heimaleikjunum.  Það er gert ráð fyrir að heimaleikirnir gegn Breiðabliki, Fylki, Selfoss, Haukum og Fram fari fram á Njarðvíkurvelli.  Fyrsti leikurinn á nýuppgerðum Sparisjóðsvellinum í Keflavík verði þá gegn Íslandsmeisturum FH sunnudaginn 4. júlí. Það yrði bara frábært.

1. umferð Pepsí-deildar:
10/5  Valur-FH
11/5  Keflavík-Breiðablik kl. 19:15 á Njarðvíkurvelli
11/5  KR-Haukar
11/5  Stjarnan-Grindavík
11/5  Selfoss-Fylkir
11/5  Fram-ÍBV