Suðurnesjamót 3. flokks kvenna
Miðvikudaginn15. september fór Suðurnesjamótið í 3. flokki kvenna fram í Reykjaneshöll. Ákveðið var að spila í 7 manna liðum því einungis Keflavík og Reynir/Víðir hafa á að skipa 11 manna liðum. Keflavík var með tvö lið, Reynir/Víðir með tvö og Grindavík eitt.
Úrslit mótsins urðu þannig að nýkrýndir Íslandsmeistarar Grindavík sigraði mótið á markatölu en þær voru með þremur mörkum meira í plús en Keflavík.
Úrslit leikja hjá Keflavík í mótinu:
Keflavík 1 - Keflavík 2: 3-1
Keflavík 2 - Reynir/Víðir 1: 0-1
Grindavík - Keflavík 2: 2-1
Keflavík 1 - Reynir/Víðir 2: 1-0
Reynir/Víðir 1 - Keflavík 1: 0-3
Keflavík 2 - Reynir/Víðir 2: 3-0
Grindavík - Keflavík 1: 2-2
Þá má geta þess að þrjár stelpur úr 3. flokki hafa verið valdar í landsliðsúrtak undir 17 ára. Þær eru Eva Kristinsdóttir, Helena Rós Þórólfsdóttir og Karen Sævarsdóttir.
|
|
|