Suðurnesjamót 4. flokks
Þrátt fyrir að fresta hafi þurft leikjum í efstu deild karla á mánudaginn létu stelpurnar í 4. flokki veðrið ekki á sig fá og léku í brjáluðu veðri í Garðinum. Leikir þessir voru í Suðurnesjamótinu en aðeins Keflavík og Reynir/Víðir hafa á að skipa 4. flokki kvenna á Suðurnesjum. Því var leikinn fullur leiktími bæði í A- og B-liðum. Skemmst er frá því að segja að Keflavík sigraði í báðum leikjunum og eru því Suðurnesjameistarar 4. flokks kvenna 2004. TIL HAMINGJU.
A-lið:
Reynir/Víðir - Keflavík: 0-6 (Ólína Ýr Björnsdóttir 2, Fanney Kristinsdóttir, Íris Björk Rúnarsdóttir, Sigurbjörg Auðunsdóttir, Sveindís Þórhallsdóttir)
B-lið:
Reynir/Víðir - Keflavík: 2-4 (Guðrún Ólöf Olsen 2, Berta Björnsdóttir 2)